Systurnar Sigríður og Guðný Sigurðardætur færðu Kvikmyndasafni Íslands til varðveislu 16 mm. kvikmyndir sem faðir þeirra, Sigurður Guðmundsson ljósmyndari, tók á fyrri hluta 20 aldar. Sigurður fæddist þann 14. ágúst 1900 og lést árið 1984. Í safni Sigurðar má m.a. finna stórstúkuferð um Norðurland, óbyggðaferð í Landmannalaugar, myndefni frá Reykjavíkurhöfn, Snæfellsnesi og Akranesi. Einnig fékk að fylgja með persónulegra myndefni, svo sem frá fjölskylduútilegu í Þjórsárdal, þar sem farið er í leiki og dansað við undirleik harmónikku. Síðasta myndskeiðið sýnir heimilislegt jólakvöld með fjölskyldu og vinum.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Efnisorð
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina