Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum í lok júní árið 1930 til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings 930. Myndin var frumsýnd 20. september 1930 ásamt nokkrum styttri myndum. Í þessari endurgerð myndarinnar hefur verið sett inn tónlist í anda þöglu myndanna. Lögin eru leikin á orgel af Jónasi Þóri orgelleikara en höfundur myndarinnar, Loftur Guðmundsson ljósmyndari, var einnig orgelleikari. Um er að ræða íslensk lög sem mörg hver voru leikin í dagskrá Alþingishátíðarinnar.
Tegund
Land
Efnisorð
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina