Í þessari mynd gerir Ósvaldur Knudsen lífi og störfum Halldórs Kiljan Laxness skil. Í upphafi myndarinnar er ljóðrænn og tilraunakenndur kafli þar sem Ósvaldur skapar stemningu með því að blanda saman skuggamyndum af fólki á gangi. Þá er fjallað um þau merku tímamót þegar skáldið tók við nóbelsverðlaununum í Stokkhólmi árið 1955. Einnig er fylgst með skáldinu í hans daglega lífi með eiginkonu sinni Auði Sveinsdóttur og dætrunum Sigríði og Guðnýju. Halldór stundar ritstörf sín í Gljúfrasteini, sinnir ýmsum erindum og fer í gönguferðir. Einnig er sýnt brot úr leikritinu Stompleikurinn sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu haustið 1961.
Tegund
Land
Efnisorð
Þátttakendur
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina