Heimildamynd Ásgeirs Long um nokkurra daga óbyggðaferð ungs fólks í Lónsöræfum sumarið 1965. Hópurinn leggur af stað frá Þórisstað í Lóni með þrjá hesta í taumi til að bera hluta af vistunum. Fyrsta torfæran er Skyndidalsá. Sumir klæða fætur sína í plastpoka áður en vaðið er yfir. Ýmislegt drífur á daga ungmennanna. Þau fara yfir á í kláfferju, fara um brattar hlíðar og stórgrýttar heiðar en fyrst og fremst eru þau að njóta lífsins og stórbrotinnar náttúru Lónsöræfanna. Þulur myndarinnar er Róbert Arnfinnsson og tónlistin er eftir Ragnar Pál Einarsson.
Tegund
Land
Kvikmyndataka
Efnisorð
Þátttakendur
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina