Koma flugkappanna Erik H. Nelson og Lowell H. Smith til Reykjavíkur þann 3. ágúst árið 1924 var liður í fyrstu flugferðinni sem farin var umhverfis jörðina. Ferðin var farin af 8 manna liði bandarískra flugliða og tók 175 daga. Eftir lendingu á Reykjavíkurhöfn í stífri norðanátt var flugmönnunum fagnað við höfnina. Flugvélin var svo færð á land framan við hús Eimskipafélagsins þar sem hún var lagfærð. Eldsneyti var sett á vélina úti á höfninni áður en hún hélt för sinni áfram til Grænlands. Einnig má sjá flugbát ítalans Antonio Locatelli lenda á ytri höfninni en hann og liðsmenn hans gerðu einnig tilraut til hnattflugs og hugðust fylga bandarísku leiðangursmönnum hluta af leið.
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina