Kvikmyndasjóður Skaftfellinga lét á árunum 1952-1958 gera alls níu kvikmyndir í Skaftafellssýslum sem fjalla um horfna atvinnu-, menningar- og lifnaðarhætti. Hér er sýnt hvernig fólkið á bæjunum sat saman í baðstofunni á kvöldvöku. Konurnar spunnu ull eða unnu aðrar hannyrðir, börnin léku sér að leggjum og skeljum og lesið var fyrir fólkið. Í myndinni eru sviðsett atriði og leitast við að líkja eftir aðstæðum fyrri tíma.
Tegund
Land
Leikstjórn
Athugasemdir
Það eru engar athugasemdir. Gerðu fyrstu athugasemdina